Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 485  —  197. mál.




Svar


háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Gísla Rafni Ólafssyni um störf við stóriðju og sjókvíaeldi.


     1.      Hversu margir hafa starfað við stóriðju frá árinu 2000, sundurliðað eftir árum og sveitarfélagi?
    Byggt á greiningu Hagstofu Íslands úr staðgreiðslu- og mannfjöldagögnum var fjöldi starfandi í ISAT-flokknum önnur iðnaðarframleiðsla, án fiskvinnslu á árunum 2008–2022 eftirfarandi:

Ár Fjöldi
2008 15.039
2009 13.202
2010 12.915
2011 13.134
2012 13.303
2013 13.384
2014 13.627
2015 13.896
2016 14.295
2017 14.463
2018 14.798
2019 14.296
2020 13.304
2021 13.379
2022 13.859

    Birt vinnumarkaðsgögn Hagstofunnar, sem ná aftur til ársins 2008, aðgreina ekki sérstaklega störf við stóriðju og eru ekki flokkuð eftir sveitarfélögum.

     2.      Hversu margir hafa starfað við sjókvíaeldi frá árinu 2000, sundurliðað eftir árum og sveitarfélagi?
    Stjórnarmálefnið sjókvíaeldi fellur utan málefnasviða háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 6/2022.